Boðað hefur verið til mótmæla við ráðherrabústaðinn klukkan 10 í fyrramálið, en ríkisstjórnin mun funda í bústaðnum á þeim tíma. Til stendur að mótmæla brottvísun egypskri fjölskyldu sem verður að öllu óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag.
Samtökin No Borders Iceland standa fyrir mótmælunum sem bera yfirskriftina „Kehdr fjölskyldan á heima hér“.
„Mætum og látum ráðherra (þá sérstaklega Áslaugu Örnu) vita að Kehdr fjölskyldan, þau Rewida, Abdalla, Hamza, Mustafa og foreldrar þeirra Dooa og Obrahim eiga heima á Íslandi – landið þar sem þau hafa fundið öryggi saman – enda hafa þau verið hér í meira en 2 ár. Áslaug Arna vill breyta valfrjálsu dyflinnarreglugerðinni til að brottvísa fjölskyldunni þó svo að fjölskyldan sé í hættu í Egyptalandi,“ segir í lýsingu á viðburðinum.