Byrja að breikka veg um Kjalarnes

Kjalarnes.
Kjalarnes. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tímamót verða í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins í dag þegar framkvæmdir hefjast við breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi.

Á þessum kafla hringvegarins hafa orðið alvarleg slys og lengi hefur verið kallað eftir vegabótum þarna til að auka umferðaröryggi.

Breikkun hringvegar á Kjalarnesi, frá Varmhólum í Kollafirði að Vallá, var boðin út í sumar. Tilboð voru opnuð 11. ágúst sl. og átti Ístak hf. í Mosfellsbæ lægsta tilboðið, rúma 2,3 milljarða króna. Starfsmenn Ístaks munu hefjast handa við verkið strax í dag, mánudag.

Um er að ræða breikkun á 4,13 km löngum kafla hringvegar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert