Áttatíu bíða brottvísunar af landi

Egypska fjölskyldan sem senda á úr landi, að óbreyttu á …
Egypska fjölskyldan sem senda á úr landi, að óbreyttu á morgun. Ljósmynd/Sema Erla Serdar

Áttatíu manns sem Útlendingastofnun hefur synjað um vernd hér á landi eru á lista stoðdeildar ríkislögreglustjóra sem sér um framkvæmd á brottvikningu hælisleitenda.

Dæmi eru um að einstaklingar hafi verið á Íslandi árum saman eftir að úrskurður féll, að því er fram kemur  í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Elsta dæmi þess er af einstaklingi af ganverskum uppruna sem var synjað um vernd og fór á lista stoðdeildar í nóvember árið 2018. Ástæðan er sú að ríkislögreglustjóra hefur ekki tekist að afla ferðaskilríkja fyrir manninn hjá ganverskum stjórnvöldum, að sögn Þórhildar Óskar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. „Vinna stoðdeildar snýr að því að útvega manninum skilríki. Þarlend stjórnvöld hafa ekki orðið við þeirri bón,“ segir Þórhildur og bætir við: „Það er ekki einsdæmi að illa gangi að fá samþykki eða skilríki frá heimaríki.“

Um tíu mánuðir eru síðan kærunefnd útlendingamála staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa þeim Dooa Eldeib og Ibrahim Khedr og börnum þeirra fjórum úr landi. Að óbreyttu verður þeim vísað úr landi á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert