Bankar felli niður kröfur í faraldrinum

Eiríkur S. Svavarsson, hrl. og lögmaður Fosshótels Reykjavík, segir bankana verða að koma til móts við fyrirtæki sem eru í skuldavanda vegna kórónuveirufaraldursins.

„Það þurfa allir að taka á sig tjón og bankarnir verða að fella niður afborganir á meðan kórónuveiran ríður yfir. Þessi leið er ódýrust fyrir alla,“ segir Eiríkur sem telur lögbannskröfu í máli Fosshótels Reykjavík gegn Íþöku fasteignafélagi kunna að gefa fordæmi. Fleiri slík mál séu í dómskerfinu.

Þar sem faraldurinn verði líklega tímabundinn þurfi eftirgjöf banka til handa leigusölum og leigutökum ekki að vera gríðarleg, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert