„Þetta er ekki fyrsta brottvísunin“

00:00
00:00

„Þetta er ekki fyrsta brott­vís­un­in þetta mál,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, þegar hún er spurð út í það hvort rík­is­stjórn­in muni beita sér í mál­efn­um Kehdr-fjöl­skyld­unn­ar frá Egyptalandi. Verk­efni stjórn­mála­manna sé að byggja upp mannúðlegt kerfi frek­ar en að grípa inn í ein­stök mál.

mbl.is ræddi við for­sæt­is­ráðherra að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í ráðherra­bú­staðnum í morg­un en þar höfðu mót­mæl­end­ur safn­ast sam­an til að þrýsta á rík­is­stjórn­ina og af­henda und­ir­skrift­ir ríf­lega tólf þúsund ein­stak­linga sem skora á stjórn­völd að grípa inn í mál fjöl­skyld­unn­ar.

Í mynd­skeiðinu er einnig rætt við Ásmund Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, um málið en hann seg­ist treysta vinnu­brögðum dóms­málaráðuneyt­is­ins og Útlend­inga­stofn­un­ar í máli fjöl­skyld­unn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka