Hafin er verkleg rannsókn á sjávarbotni fyrir nýjan fjarskiptasæstreng (ÍRIS) frá Galway á Írlandi til Íslands á vegum Farice.
„Nýr strengur er til þess fallinn að auka öryggi í fjarskiptasamböndum við útlönd, bæði fyrir fyrirtæki og heimili, auk þess sem hann er forsenda fyrir áframhaldandi kröftugri uppbyggingu gagnaveraiðnaðar og annarrar starfsemi í tengslum við m.a. fjórðu iðnbyltinguna,“ segir m.a. í tilkynningu Farice.
Fyrirtækið hefur frá ársbyrjun 2019 unnið að undirbúningi fyrir fjarskiptasjóð fyrir lagningu á nýjum fjarskiptasæstreng milli Íslands og Evrópu, á grundvelli stefnu stjórnvalda í fjarskiptum. Vinnan hefur skilað tillögu að staðarvali fyrir landtöku í Evrópu sem er í Galway á vesturströnd Írlands. Lendingarstaður strengsins á Íslandi er áformaður á Reykjanesi og er undirbúningsvinna við val á endanlegum landtökustað í gangi.