Metsamdráttur umferðar í ágúst

Bílar streyma úr borginni.
Bílar streyma úr borginni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umferð á götum höfuðborgarsvæðisins dróst mikið saman í ágústmánuði eða um rúmlega sjö prósent frá sama mánuði í fyrra, sem er metsamdráttur umferðar á höfuðborgarsvæðinu í ágúst að því er fram kemur í greiningu Vegagerðarinnar á niðurstöðum umferðarmælinga.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hrundi sem kunnugt er í vor þegar veirufaraldurinn var í hámarki en tók svo óvænt við sér þegar leið á sumarið og jókst umferðin í júní og var meiri en í júnímánuði í fyrra. Hún dróst svo saman í júlí á höfuðborgarsvæðinu eins og vant er um hásumarið þótt samdrátturinn væri öllu meiri en venja er til.

Umferðin í ágúst hefur aftur á móti ekki áður dregist jafnmikið saman á svæðinu og frá áramótum hefur umferðin dregist saman um nærri níu prósent. Er það met og er þrefalt meiri samdráttur en áður hefur mælst að því er segir á vefsíðu Vegagerðarinnar.

„Mest dróst umferðin saman um snið á Hafnarfjarðarvegi eða um tæp 13% en minnst í sniði á Reykjanesbraut eða um rúmlega 3%. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna minni umferð í ágúst,“ segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert