Skjálfti að stærð 4,6 í nágrenni við Húsavík

Frá Húsavík. Húsvíkingar fundu vel fyrir skjálftanum.
Frá Húsavík. Húsvíkingar fundu vel fyrir skjálftanum.

Jarðskjálfti að stærð 4,6 varð 20 kílómetra norðvestur af Húsavík kl. 14.52 í dag. Fannst skjálftinn vel á Norðurlandi, sér í lagi á Húsavík og á Akureyri. Hefur Veðurstofu þegar borist fjöldi tilkynninga vegna hans.

Varð skjálftinn á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu. Hefur skjálftinn verið tilkynntur til Almannavarna.

Uppfært kl. 15.41:

Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfar skjálftans, af því er segir í Facebook-færslu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Hvetur almannavarnardeild fólk sem býr nálægt þekktum skjálftasvæðum að huga að vörnum og viðbúnaði vegna jarðskjálfta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert