Síðustu sporin í Njálurefil

Verklok í vinnu við 90 metra langan refil sjö árum …
Verklok í vinnu við 90 metra langan refil sjö árum og sjö mánuðum frá upphafinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir að hafa mætt reglulega í sjö ár og sjö mánuði til að sauma í Njálurefilinn í Refilstofunni í Sögusetrinu á Hvolsvelli er komið að verklokum. Í kvöld verða síðustu sporin saumuð í refilinn og glaðst yfir góðu verki.

Refillinn er 90 metra langur hördúkur þar sem Njálssaga er saumuð með refilsaumi og er Kristín Ragna Gunnarsdóttir hönnuður hans.

Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir, einn aðstandenda verkefnisins, segir að kjarni um 20 kvenna, flestra úr Rangárþingi, eigi flest sporin í reflinum. Hópurinn hafi hist reglulega á þriðjudagskvöldum og fimmtudögum síðustu ár og lagt fram vinnu sína og margar úr hópnum hafi komið miklu oftar. Vinnustundir og verkefni hverju sinni voru færð til bókar og núna hefur 12.500 sinnum verið skrifað í bókina.

Fjölmargir hafa lagt verkefninu lið í lengri eða skemmri tíma frá því það hófst í febrúar 2013 og allt verið unnið í sjáfboðavinnu. Refillinn verður formlega afhentur sveitarstjórn Rangárþings eystra á næstunni og er verið að leita að húsnæði fyrir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert