18% atvinnuleysi á Suðurnesjum

Samdráttur í flugumferð hefur haft mikil áhrif á Suðurnesjum
Samdráttur í flugumferð hefur haft mikil áhrif á Suðurnesjum mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bylgja atvinnuleysis á umliðnum mánuðum kemur mjög misþungt niður á byggðarlögum og landshlutum. Suðurnesin skera sig úr og hafa orðið verst úti af einstökum landshlutum en þar jókst heildaratvinnuleysi úr 16,5% í júlí og fór í 18% í ágústmánuði.

Atvinnuleysi í almenna atvinnuleysisbótakerfinu var 16,9% á Suðurnesjum og 1,1% var í minnkuðu starfshlutfalli og á hlutabótum.

Raunar jókst atvinnuleysi í seinasta mánuði alls staðar á landinu nema á Vestfjörðum þar sem það stóð í stað á milli mánaða. Sérfræðingar Vinnumálastofnunar (VMST) spá því nú að heildaratvinnuleysið muni halda áfram að aukast næstu mánuði, verða 9,6% í yfirstandandi mánuði og hækka í 10,2% í október, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert