Alls gripu lögregla og héraðssaksóknari 388 sinnum til símahlustunar eða skyldra úrræða við rannsóknir mála með dómsúrskurðum á seinasta ári.
Lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu beitti þessum úrræðum langoftast í fyrra eða í 234 aðgerðum. Þar af var hlustað á síma í 66 skipti, hlustunarbúnaður notaður í 21 og myndavélaeftirlit í 15 aðgerðum á grundvelli dómsúrskurða, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Yfir landið allt var símahlustunun eða skyldum úrræðum beitt í 265 tilvikum með dómsúrskuðum vegna fíkniefnabrota, í 91 skipti vegna auðgunarbrota eða peningaþvættis og í níu tilvikum vegna kynferðisbrota. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustun og skyldum úrræðum árið 2019.
Bent er á það í skýrslunni að í fyrra var óskað heimildar dómstóla til að beita rannsóknaúrræðum sem heimiluð eru í lögum um meðferð sakamála í 73 málum.