Áhætta minnkar og dánartíðni lækkar

Mynd af eitilfrumu með krabbamein.
Mynd af eitilfrumu með krabbamein. Mynd/Wikipedia

Fólki fjölgar hér á landi og þjóðin er að eldast. Fyrir vikið fjölgar greiningum krabbameins enda eykst nýgengi krabbameina með aldrinum.

Hins vegar hefur hættan á að fá krabbamein minnkað með árunum með breyttum og betri lífsháttum; hollara mataræði og minni reykingum, auk skimunar fyrir forstigum leghálskrabbameins, að sögn Laufeyjar Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins.

Dánartíðni af völdum krabbameina heldur áfram að lækka hér á landi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgblaðinu í dag.

Laufey Tryggvadóttir.
Laufey Tryggvadóttir. mbl.is/Eyþór Árnason
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert