Bolli segir Laugaveginn orðinn að draugagötu

Frá Laugaveginum.
Frá Laugaveginum. mbl.is/Eggert

Bolli Kristinsson kaupmaður segir stöðuna í miðbæ Reykjavíkur ískyggilega. Laugavegurinn hafi á örskömmum tíma orðið að draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda og að fjöldi rótgróinna verslana hafi flúið miðbæinn að undanförnu.

Þetta kemur fram í auglýsingaopnu í Morgunblaðinu sem hann skrifar undir. Hann hefur áður gagnrýnt lokun gatna á Laugaveginum og sagt hana stórskaða rekstur verslana. 

Hann segir að allt að 4.000 bílastæði hafi verið tekin af borgarbúum á síðustu árum og að viðskiptavinir komist ekki í bæinn og leiti því annað. Yfir 30 verslunarpláss standi tóm við Laugaveginn og gætu þau trúlega orðið 50 í vetur.

„Þetta ástand verður ekki skrifað á neina farsótt eða netverslun. Borgarstjórn Reykjavíkur með Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar ber fulla ábyrgð á því sem hér hefur átt sér stað,“ skrifar Bolli og klykkir út með því að segja Dag versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi. Hann skuli aldrei verða kosinn aftur. 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert