Málþing um einmanaleika eldra fólks

Eldra fólk á gangi.
Eldra fólk á gangi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Málþing um einmanaleika og félagslega einangrun eldra fólks og hvað sé til ráða fer fram á Hótel Hilton Nordica í dag.  

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara (LEB), setur þingið klukkan 13.30. Á meðal þeirra sem flytja erindi eru Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sálfræðingur og Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlæknir.

Ávarp flytur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Áætlað er að málþinginu ljúki klukkan 17.

Hér má fylgjast með streymi frá málþinginu: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert