Sex nemendur alls smitaðir í HR

Fjór­ir nem­end­ur Há­skól­ans í Reykja­vík greind­ust með kór­ónu­veiruna í gær og eru smitaðir nem­end­ur inn­an HR því orðnir sex. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu til nem­enda skól­ans sem send var út í morg­un.

„Sam­kvæmt okk­ar upp­lýs­ing­um er eng­inn nem­end­anna al­var­lega veik­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni sem og að ekki virðist vera um út­breitt smit inn­an skól­ans að ræða en fimm smit­anna eru inn­an sama nem­enda­hóps. 

Sá hóp­ur og kenn­ar­ar hans stunda nám og vinnu heim­an að frá sér og koma ekki í HR meðan smitrakn­ing­ar­t­eymi vinn­ur að rakn­ingu og ákvörðunum um hverj­ir fari í sótt­kví. Öll rými sem viðkom­andi ein­stak­ling­ar voru í hafa verið sótt­hreinsuð. Nem­andinn sem greind­ist og er ótengd­ur þess­um hópi hef­ur ekki komið í HR í nokk­urn tíma og því hef­ur eng­inn í HR þurft að fara í sótt­kví vegna hans.

Íslensk erfðagrein­ing hef­ur boðið nem­end­um og starfs­fólki HR og HÍ í skimun. Þegar blaðamaður ræddi við for­stjóra ÍE höfðu 450 mætt í slíka skimun en aðeins einn greinst smitaður. 

Í stóru og virku há­skóla­sam­fé­lagi má bú­ast við að upp komi smit. Þess vegna hef­ur frá upp­hafi kennslu í haust verið lögð áhersla á sótt­varn­ir í HR, með skipu­lagi starfs, stýr­ingu á nýt­ingu hús­næðis og mikl­um sótt­hreins­un­um. All­ar lík­ur eru á að með sam­stillt­um aðgerðum og skimun verði unnt að stöðva út­breiðslu smits inn­an há­skól­ans,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert