Vill gegna varaformennsku

Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir. mbl.is/Hari

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í bréfi til flokksystkina sinna að hún hyggist gefa kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á næsta landsþingi flokksins sem haldið verður 6. til 7. nóvember næstkomandi.

Helga segir að hún finni fyrir síauknum áhuga á Samfylkingunni og að nýtt fólk á öllum aldri sé að ganga til liðs við flokkinn. Ný forysta hafi verið kosin innan Ungra jafnaðarmanna en eins og Morgunblaðið hefur greint frá varð borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Ragna Sigurðardóttir, þar hlutskörpust.

Helga segir í bréfi sínu að búast megi við því að þó nokkur skjálfti verði við ríkisstjórnarborðið í aðdraganda þingkosninganna sem fara fram haustið 2021. Komandi vetur verði strembinn og að tekist verði á um stór mál í landspólitíkinni. Þingflokkur Samfylkingarinnar muni leggja höfuðáherslu á jöfnuð, mannréttindi, velferðar- og heilbrigðiskerfið og fjölbreytta atvinnustarfsemi um land allt í baráttunni við kreppuna í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Helga segir einnig að Samfylkingin muni vera skýr valkostur fyrir þá sem vilji flokk sem hugsi út fyrir rammann og leiti nútímalausna í stað gamalla og endurunninna lausna.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur gegnt varaformennsku í flokknum undanfarin ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert