Ákærður fyrir manndráp og íkveikju

Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.
Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákæra hef­ur verið gef­in út á hend­ur manni á sjö­tugs­aldri sem grunaður er um að hafa valdið brun­an­um á Bræðra­borg­ar­stíg í júní. Maður­inn er ákærður fyr­ir mann­dráp sam­kvæmt 211. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga og fyr­ir íkveikju sam­kvæmt 164. grein hegn­ing­ar­laga. Þetta staðfest­ir Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­héraðssak­sókn­ari við mbl.is.

Maður­inn hef­ur sömu­leiðis verið úr­sk­urðaður í fjög­urra vikna áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald en hann hef­ur setið í varðhaldi síðan í júní. Lög hefðu ekki heim­ilað að halda mann­in­um leng­ur í varðhaldi ef ákæra í mál­inu hefði ekki legið fyr­ir í dag.

Refs­ing við 211. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga er fang­elsis­vist allt að ævi­langt og eigi skem­ur en fimm ár. Við þeirri 164. varðar refs­ing­in fang­elsis­vist eigi skem­ur en 6 mánuði.

Þrír lét­ust í brun­an­um, öll pólsk­ir rík­is­borg­ar­ar, og vakti málið mikla reiði meðal margra sem kröfðust úr­bóta í mál­efn­um er­lends verka­fólks hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert