Gagnrýnir kirkjuna fyrir „öfgar fram og til baka“

Þorbjörg Þorvaldsdóttir (t.v.) er formaður Samtakanna '78. Til hægri má …
Þorbjörg Þorvaldsdóttir (t.v.) er formaður Samtakanna '78. Til hægri má svo sjá hina umdeildu birtingarmynd krists. Samsett mynd

„Ég viður­kenni að ég var ef­ins um kynn­ing­ar­efni Sunnu­daga­skól­ans – krist­ur með brjóst – þegar ég sá það fyrst. Mér fannst aug­ljóst að það myndi stuða marga, bæði inn­an og utan kirkj­unn­ar“, skrif­ar Þor­björg Þor­valds­dótt­ir, formaður Sam­tak­anna '78, í færslu á Face­book um um­deilt kynn­ing­ar­efni þjóðkirkj­unn­ar þar sem krist­gerv­ing­ur kem­ur fram með brjóst og and­lits­farða. 

Síðar fannst henni efnið hress­andi og er hún ósátt með að þjóðkirkj­an hafi tekið ákvörðun um að fjar­lægja kynn­ing­ar­efnið af miðlum sín­um. Með því hafi þjóðkirkj­an ekki staðið í lapp­irn­ar. 

Kirkj­an ný­bú­in að biðjast af­sök­un­ar

Þor­björg seg­ir að henni hafi í fyrstu ekki þótt tíma­bært að kirkj­an kæmi fram með svo af­ger­andi hætti þar sem rétt rúm­ur mánuður væri síðan bisk­up Íslands bað hinseg­in fólk af­sök­un­ar fyr­ir hönd Þjóðkirkj­unn­ar.

„Við sama tæki­færi var sett af stað upp­gjör­s­verk­efnið ‘Ein saga – eitt skref’ sem kirkj­an ætl­ar að vinna að í sam­starfi við okk­ur í Sam­tök­un­um ‘78.“

Þor­björg seg­ir að með því verk­efni komi þjóðkirkj­an fram af auðmýkt og geri upp og horf­ist í augu við erfiða sögu mis­rétt­is gagn­vart hinseg­in fólki. Það verk­efni er í raun nýhafið. 

„En jæja, ég ræð víst ekki öllu og þegar á leið fannst mér þetta bara hress­andi allt sam­an. Það er líka fátt frá­bær­ara en kyn­usli, sér­stak­lega þegar hann stuðar fólk sem glím­ir við for­dóma,“ skrif­ar Þor­björg.

„En hér er lyk­il­atriðið og ástæða þess að ég skrifa þetta: Þegar ákveðið hef­ur verið að koma með jafn mikið ‘statement’ og Jesúmynd­in um­rædda er, þá er lág­marks­krafa að þjóðkirkj­an standi í lapp­irn­ar og sýni að hún sé al­vöru­sam­herji hinseg­in fólks, líka þegar á móti blæs. Í staðinn hef­ur kirkjuþing nú ályktað og beðið fólk af­sök­un­ar á mynd­inni og er það, að mér skilst, í fyrsta sinn sem það biður nokk­urn af­sök­un­ar með form­leg­um hætti. Bisk­up Íslands bakkaði síðan mjög harka­lega í viðtali við Kast­ljós í gær­kvöldi, þar sem hún sagði hrein­lega að mynd­in hafi ekki átt að vera af Jesú og að hún hefði aldrei leyft slíka ‘af­skræm­ing­u’. Þar staðfesti hún einnig að mynd­in hefði verið tek­in niður af síðu kirkj­unn­ar vegna þess að hún særði svo marga.“

Vill að stuðning­ur­inn sé sann­ur

Eft­ir þenn­an „hringlanda­hátt“ og „öfg­ar fram og til baka“ spyr Þor­björg: „Ætlar þjóðkirkj­an að vera al­vöru­sam­herji okk­ar eða ekki? Er nóg að fólk hneykslist og hringi á Bisk­ups­stofu til þess að hún snúi við okk­ur baki? Af at­b­urðarás síðustu daga er erfitt að ráða mikla staðfestu eða ein­lægni í stuðningi kirkj­unn­ar við hinseg­in fólk.“

Þor­björg ít­rek­ar þó mik­il­vægi þess að stærsta trú­fé­lag lands­ins standi með hinseg­in fólki og vill hún gjarn­an að sá stuðning­ur sé sann­ur.

„Það er ekki síst mik­il­vægt fyr­ir trúað fólk inn­an hinseg­in sam­fé­lags­ins. Ég á þess vegna fund með bisk­upi á þriðju­dag­inn og ætl­ast til þess að ég fái þar betri skýr­ing­ar á mál­un­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert