Óðalsréttur endanlega afnuminn

Vatnsendi við Elliðavatn.
Vatnsendi við Elliðavatn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nái frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á jarðalögum fram að ganga á Alþingi falla endanlega úr gildi öll ákvæði um ættaróðul.

Raunar hafa ákvæðin ekki haft neinn tilgang frá því ákveðið var með breytingum á sömu lögum fyrir sextán árum að láta óðalsjarðir erfast með sama hætti og aðrar eignir.

Fyrstu ákvæði um óðalsjarðir á Íslandi eru frá árinu 1833 og fyrsta heildstæða löggjöfin er frá 1936. Löggjöfin var undir áhrifum frá norskum lögum og hefð en þar hafa gilt ákvæði um óðalsréttindi í aldir.

Tilgangur með óðalsrétti var að halda jörðum í ábúð og tryggja sem mest að bændur ættu ábúðarjarðir sínar. Það var gert með því að auðvelda ættliðaskipti, með því að gera einum erfingja auðveldara um vik að taka við ættaróðalinu, oftast elsta syni bóndans. Einnig voru kvaðir um hagnýtingu jarðarinnar og takmarkanir á veðsetningu hennar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert