Ranglega spennt öryggisbelti talið hafa valdið bana

Bifreiðarnar skullu saman af miklu afli í septembermánuði.
Bifreiðarnar skullu saman af miklu afli í septembermánuði.

Sterk vindhviða er sögð hafa orsakað banaslys sem varð á Borgarfjarðarbraut nærri Borgarnesi í september á síðasta ári. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um málið. Áreksturinn varð þegar Hyundai i10- og Nissan X-trail-bifreið skullu saman. Ökumenn voru sammála um að sterk vindhviða hefði fundist skömmu fyrir áreksturinn. Varð hún til þess að Nissan-bifreiðin fór yfir á rangan vegarhelming. Skullu bifreiðarnar saman af miklu afli og kastaðist Huyndai-bifreiðin aftur rúma 10 metra og snerist í hálfhring við áreksturinn. Nissan-bifreiðin snerist og fór áfram um fimm metra.

Ekki sáust ummerki á veginum um hemlun en að því er fram kemur í skýrslunni sjást ekki oft hemlaför þegar blautt er líkt og var þennan dag. Ökumaður og tveir farþegar voru í Nissan-bifreiðinni en ökumaður Hyundai-bifreiðarinnar var einn á ferð. Í árekstrinum lést farþegi í Nissan-bifreiðinni og er hann sagður hafa verið með ökubeltið ranglega spennt. Hafði farþeginn sett beltið undir handarkrikann og hlaut hann banvæna brjóst- og kviðarholsáverka.

Að mati nefndarinnar eru líkur á að farþeginn hefði lifað slysið af ef öryggisbeltið hefði verið spennt með réttum hætti. Annar tveggja farþega í Nissan-bifreiðinni var ekki í belti og hlaut áverka á efri hluta líkamans. Ökumaður hlaut ekki mikla áverka. Ökumaður Huyndai-bifreiðarinnar er sagður hafa fengið mikla áverka. Hann var í belti auk þess sem loftpúði blés út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert