Skemmtistöðum og krám lokað

Umrædd lokun tekur til kráa og skemmtistaða í Reykjavík, Mosfellsbæ, …
Umrædd lokun tekur til kráa og skemmtistaða í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heil­brigðisráðherra hef­ur fall­ist á til­lögu sótt­varna­lækn­is um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborg­ar­svæðinu, tíma­bundið í fjóra daga frá 18. – 21. sept­em­ber. Þetta er gert til að sporna við út­breiðslu COVID-19. Reglu­gerð heil­brigðisráðherra þessa efn­is hef­ur þegar tekið gildi. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráði Íslands. 

„Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is seg­ir að á þrem­ur sól­ar­hring­um þar sem greind­ust alls 38 smit hafi a.m.k. fjórðung­ur þeirra tengst heim­sókn á ákveðnar krár og skemmti­staði í Reykja­vík fyr­ir rúmri viku. Bregðast þurfi við sem fyrst með mark­viss­um aðgerðum til að koma í veg fyr­ir út­breidd­an far­ald­ur með til­heyr­andi af­leiðing­um seg­ir í minn­is­blaðinu.“

Veit­ingastaðir geta haft opið

Um­rædd lok­un tek­ur til kráa og skemmti­staða í Reykja­vík, Mos­fells­bæ, Hafnar­f­irði, Garðabæ, Kópa­vogi, Kjós­ar­hreppi og á Seltjarn­ar­nesi.

Í til­vik­um þar sem staðir eru með rekstr­ar­leyfi fyr­ir fleiri teg­und­um veit­ingastaða en krám og skemmtistöðum er áfram­hald­andi starf­semi heim­il hvað þær teg­und­ir varðar. Þannig geta veit­ingastaðir sem í rekstr­ar­leyfi eru skráðir sem veit­inga­hús eða kaffi­hús, haldið áfram starf­semi á þeim grund­velli, en krá­ar- og skemmti­staðastarf­semi er óheim­il.

Hér má finna reglu­gerðina.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert