75 ný innanlandssmit: tveir á sjúkrahúsi

Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 14 í dag.
Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 14 í dag. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Í gær greind­ust 75 inn­an­lands­smit, 57 á sam­eig­in­legri sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­ala og Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, þrjú í ann­arri skimun Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og 15 í sótt­kví­ar- og handa­hófs­skimun. 49 þeirra sem greind­ust voru ekki í sótt­kví. Eitt smit greind­ist við landa­mæra­skimun. Nýj­ustu töl­ur hafa verið birt­ar á covid.is.

Kári Stef­áns­son staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að 75 kór­ónu­veiru­smit hafi greinst hér á landi í gær. Hann seg­ir jafn­framt að ný bylgja sé haf­in sem verði al­var­legri en önn­ur bylgja far­ald­urs­ins sem hófst í lok sum­ars.

Kári seg­ir jafn­framt að hann telji að hægt verði að ná utan um þessa bylgju á ein­um til tveim­ur vik­um ef ráðist verður í hert­ar aðgerðir inn­an­lands. Hann tek­ur fram að enn eigi margt eft­ir að koma í ljós þegar líður á dag­inn.

„Þetta er mun nær því sem var í fyrstu bylgju en þeirri ann­arri,“ seg­ir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar. „Við mun­um leggj­ast yfir gögn­in í dag og mun­um því fá skýr­ari mynd á stöðuna síðar í dag.“

Meiri­hluti smitaðra ungt fólk

Kári seg­ir að búið sé að skima tölu­verðan fjölda fólks í slembiúr­taki og að all­ir sem skimaðir voru hafi verið nei­kvæðir. Þá seg­ir hann að nú hafi 2.000 há­skóla­nem­ar verið skimaðir í sér­stakri skimun Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og að 0,25% þeirra hafi verið smituð. Allt út­lit sé fyr­ir að veir­an sé í veld­is­vexti hér á landi.

Kári seg­ir það hafa verið rétt að loka krám og skemmtistöðum yfir helg­ina.

„Það lít­ur út fyr­ir að þeir sem eru að smit­ast séu akkúrat sá ald­urs­hóp­ur sem sæk­ir öld­ur­hús borg­ar­inn­ar hvað mest. Það var því rétt ákvörðun að loka slík­um stöðum yfir helg­ina.“

Skimun­um fjölgað

Boðað hef­ur verið til upp­lýs­inga­fund­ar al­manna­varna klukk­an 14 í dag.

Þá liggja tveir á sjúkra­húsi með kór­ónu­veiruna og fjölgaði því ekki frá í gær.

Eitt smit greind­ist við skimun á landa­mær­um og er niðurstaðna mót­efna­mæl­ing­ar beðið.

Sam­tals eru þá 765 í sótt­kví en voru 793 í gær og 181 er í ein­angr­un en voru 108 í gær.

Tek­in voru 1.186 ein­kenna­sýni hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og Íslenskri erfðagrein­ingu í gær og 365 sýni á landa­mær­un­um eða í seinni landa­mæra­skimun. Þá voru 1.250 sýni tek­in í ann­arri skimun hjá Íslenskri erfðagrein­ingu, 828 sýni voru tek­in í sótt­kví­ar- og handa­hófs­skimun.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert