Býst við fleiri gestum í farsóttahúsið

Þrjátíu dvelja nú í Farsóttarhúsinu.
Þrjátíu dvelja nú í Farsóttarhúsinu. Ljósmynd af hótelinu af Booking.com

Þrjá­tíu manns dvelja nú í far­sótta­húsi Rauða kross­ins við Rauðar­ár­stíg og eru 17 af þeim smitaðir af kór­ónu­veirunni, að sögn Gylfa Þórs Þor­steins­son­ar, um­sjón­ar­manns far­sótta­húss­ins. Meðal annarra sem dvelja í hús­inu eru hæl­is­leit­end­ur í sótt­kví. 

Ágæt­lega búin und­ir þriðju bylgj­una

Hafa 379 manns dvalið í hús­inu síðan það var opnað á nýj­an leik hinn 15. júlí en eft­ir fyrstu bylgju far­ald­urs­ins höfðu 50 manns dvalið í hús­inu.

„Það varð ákveðin aukn­ing í gær og í dag en að meðaltali hafa þrjá­tíu manns verið í húsi síðan við opnuðum,“ seg­ir Gylfi í sam­tali við mbl. Hann seg­ir starfs­menn hafa verið ágæt­lega búna und­ir þriðju bylgj­una þar sem ferðamönn­um og hæl­is­leit­end­um fari fækk­andi.

Nóg er af plássi fyr­ir fleiri sem kunna að þurfa að dvelja í far­sótta­hús­inu á næstu dög­um:

„Við höf­um pláss fyr­ir það sem þarf. Í aðal­hús­inu okk­ar á Hót­el Lind get­um við verið með um 70 til 80 manns í húsi,“ seg­ir Gylfi. Hann býst við fleiri dval­ar­gest­um í hús­inu á næst­unni, sé litið til fjölda smita sem greind­ust í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert