Ekkert sem bannar að staðirnir verði nafngreindir

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekk­ert í per­sónu­vernd­ar­lög­um bann­ar að upp­lýst sé hvaða skemmti­staðir það eru sem tengj­ast ný­leg­um COVID-19-smit­um seg­ir Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar. Staðirn­ir hafa óskað eft­ir nafn­leynd og sótt­varna­yf­ir­völd urðu við því.

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn greindi frá því á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag að nokkr­ir eig­end­ur þeirra veit­ingastaða þar sem smit hafa greinst síðustu daga hefðu óskað eft­ir því að nöfn staðanna yrðu ekki birt op­in­ber­lega. Yf­ir­völd telji sig ekki hafa heim­ild til að nafn­greina þá og því hef­ur það ekki verið gert.

„Frá per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miðum þá er al­veg ljóst að fyr­ir­tæki njóta ekki per­sónu­vernd­ar. Þannig að það er ekk­ert frá okk­ar bæj­ar­dyr­um séð sem á að varna því að upp­lýst sé um þá staði sem þarna um ræðir,“ sagði Helga í sam­tali við RÚV.

Benti hún á að sjón­ar­mið um al­manna­hags­muni og heilsu vægi þyngra en viðskipta­hags­mun­ir fyr­ir­tækja. Það væri ekki áfell­is­dóm­ur að birta nöfn­in held­ur væri ein­fald­lega verið að greina frá staðreynd­um um að smit hefðu komið upp þar og það gæti gerst hvar sem er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert