Íbúi búsetukjarna með COVID-19

Smit hefur greinst hjá íbúa íbúðakjarna á vegum Reykjavíkurborgar.
Smit hefur greinst hjá íbúa íbúðakjarna á vegum Reykjavíkurborgar. mbl.is/Hallur Már

Einn íbúi bú­setukjarna á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur greinst með COVID-19. Að minnsta kosti tíu starfs­menn eru smitaðir, 40 eru í sótt­kví og á annað hundrað hafa verið skimaðir.

„Við feng­um þær niður­stöður áðan að það er komið eitt smit hjá íbúa í ein­um af okk­ar bú­setu­kjörn­um,“ staðfesti Regína Ásvalds­dótt­ir, sviðsstjóri vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, við Vísi.

Vel­ferðarsviðið er með viðbragðsáætlan­ir og vinn­ur eft­ir þeim. Hún sagði í kvöld­frétt­um RÚV að fjöldi ungs fólks starfaði í íbúðakjörn­un­um og fjöldi smita væri eft­ir þeirri þróun sem hef­ur verið, að ungt fólk væri að grein­ast í aukn­um mæli.

Þá sagði hún að stöðugt væri verið að senda fólk í skimun og starfs­menn vel­ferðarsviðs hefðu ákveðinn for­gang hjá heilsu­gæsl­unni og hefðu gert samn­ing við Íslenska erfðagrein­ingu um hraða af­greiðslu við úr­vinnslu sýna.

Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Regína Ásvalds­dótt­ir, sviðsstjóri vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Ljós­mynd/​Lög­regl­an
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert