Nafngreina staði ef þörf er á

Þórólfur Guðnason og Þórólfur Guðnason sáu um upplýsingafund almannavarna í …
Þórólfur Guðnason og Þórólfur Guðnason sáu um upplýsingafund almannavarna í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Yf­ir­völd munu héðan í frá greina frá nöfn­um staða ef sýnt þykir að það muni aðstoða við að koma í veg fyr­ir út­breiðslu smita hjá ein­stak­ling­um sem hafa verið út­sett­ir fyr­ir COVID-19. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og sótt­varna­lækni.

Um þriðjung­ur nýrra smita hef­ur verið rak­inn til skemmti­staða en Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn greindi frá því á upp­lýs­inga­fundi fyrr í dag að yf­ir­völd teldu sig ekki hafa heim­ild til að nafn­greina staðina.

Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, sagði í sam­tali við RÚV að ekk­ert í lög­um um per­sónu­vernd kæmi í veg fyr­ir það.

Mjög óljós teng­ing við aðra staði

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að tveir veit­ingastaðir í miðbæ Reykja­vík­ur hafi til­kynnt að viðskipta­vin­ir sem sóttu staði þeirra föstu­dags­kvöldið 11. sept­em­ber, á milli klukk­an 16 og 23, hafi verið út­sett­ir fyr­ir smiti. Staðirn­ir eru BrewDog Reykja­vik og Iris­hm­an Pub

Aðrir veit­ingastaðir sem hafa verið til skoðunar hjá smitrakn­ingat­eym­inu hafi það óljósa teng­ingu við til­felli að ekki þykir ástæða til að rekja frek­ar út­setta ein­stak­linga í tengsl­um við þá.

Þarf að vega og meta í hvert skipti

„Í hvert og eitt skipti, þar sem mörg smit koma upp í tengsl­um við einn stað, þarf að meta hvort það þjóni hags­mun­um í bar­átt­unni við veiruna að kalla stór­an hóp viðskipta­vina í sýna­töku, þá sér­stak­lega þegar álagið í smitrakn­ingu er jafn mikið og það er þessa stund­ina. Eig­end­ur veit­inga- og skemmti­staða hafa unnið náið með smitrakn­ing­ar­t­eym­inu.

Eft­ir­leiðis munu al­manna­varna­deild og sótt­varna­lækn­ir greina frá nöfn­um staða ef sýnt þykir að það muni aðstoða við að kveða niður dreif­ingu smita hjá ein­stak­ling­um sem hafa verið út­sett­ir fyr­ir Covid-19,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert