Starfsmaður BrewDog greindist smitaður

Starfsmaður BrewDog Reykjavík á Hverfisgötu greindist smitaður. Um þriðjungur nýrra …
Starfsmaður BrewDog Reykjavík á Hverfisgötu greindist smitaður. Um þriðjungur nýrra smita er rakinn til skemmtistaða og þeim hefur verið gert að loka um helgina. Það var því ansi tómlegt í miðbænum í gærkvöldi. Ljósmynd/Lögreglan

Starfsmaður bars­ins BrewDog Reykja­vík hef­ur greinst smitaður af kór­ónu­veirunni. All­ir starfs­menn voru send­ir í sýna­töku í gær eft­ir að þær fregn­ir bár­ust að smitaður ein­stak­ling­ur hefði hugs­an­lega heim­sótt staðinn á föstu­dag fyr­ir viku, 11. sept­em­ber.

Þetta kem­ur fram í face­book­færslu BrewDog Reykja­vík. Starfsmaður­inn var á vakt á föstu­dag og laug­ar­dag, 11. og 12. sept­em­ber, og hef­ur ekki verið í vinnu síðan. Aðrir starfs­menn greind­ust nei­kvæðir fyr­ir veirunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert