Talsverður fjöldi starfsfólks Landspítalans þurfti að fara í skimun fyrir COVID-19 í dag eftir að smit greindust á starfsstöðvum spítalans. Skimunaraðstaða var sett upp í skúr við Landspítalann í Fossvogi og tók það um 1-2 mínútur að taka sýni úr hverjum starfsmanni.
Um 200 starfsmenn Landspítalans eru í úrvinnslusóttkví á meðan þeir bíða eftir niðurstöðum. Þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir neinni skerðingu á þjónustu spítalans gagnvart sjúklingum að svo stöddu. Unnið er að endurskipulagningu þjónustuþátta til að tryggja samfellda og örugga þjónustu.
Að minnsta kosti átta starfsmenn hafa greinst með COVID-19, annars vegar á skrifstofum í Skaftahlíð og hins vegar hjá skurðlækningaþjónustu spítalans. Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað af óvissustigi á hættustig.
SÝNATAKA Í BÍLALÚGU VIÐ LANDSPÍTALA Í FOSSVOGI Talsverður fjöldi starfsfólks Landspítala þurfti að fara í...
Posted by Landspítali on Sunday, 20 September 2020