38 smit greindust í gær

Samtals greindust 38 innanlandssmit í gær.
Samtals greindust 38 innanlandssmit í gær. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Sam­tals greind­ust 38 ný smit af Covid-19 inn­an­lands í gær. Voru 36 þeirra greind hjá veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og Íslenskri erfðagrein­ingu, en tvö sýni voru greind í sótt­kví­ar- og handa­hófs­skimun­um. Þá er beðið eft­ir mót­efna­mæl­ingu vegna eins smits sem greind­ist í landa­mæra­skimun.

Sam­tals voru tek­in 1.404 sýni inn­an­lands í gær, auk 1.058 sýna á landa­mær­um.

55% þeirra sem greind­ust í gær voru í sótt­kví, eða 21 ein­stak­ling­ur. 17 voru utan sótt­kví­ar.

Fjór­tán daga ný­gengi smita mæl­ist nú 51,5 á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru 765 í sótt­kví, 1.606 í skimun­ar­sótt­kví og 181 í ein­angr­un. Tveir eru á sjúkra­húsi vegna sjúk­dóms­ins, en það eru jafn marg­ir og í gær. 

Flest­ir þeirra sem eru í ein­angr­un eru á aldr­in­um 18-29 ára, eða tæp­lega helm­ing­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert