Allir noti grímu í Háskóla Íslands

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Mynd úr safni.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, hvet­ur nem­end­ur, kenn­ara og annað starfs­fólk HÍ til að nota grímu í bygg­ing­um skól­ans, sér­stak­lega þegar ekki er hægt að fylgja regl­um um fjar­lægðarmörk eða þar sem loft­gæði eru lít­il. Grím­um verður dreift í bygg­ing­um skól­ans í byrj­un vik­unn­ar.

Þetta kem­ur fram í orðsend­ingu Jón Atla til stúd­enta og starfs­fólks þar sem hann ít­rek­ar sótt­varnaaðgerðir inn­an há­skól­ans.

„Bygg­ing­ar Há­skóla Íslands standa ykk­ur samt all­ar opn­ar á mánu­dag. En til að tryggja starf okk­ar áfram er afar mik­il­vægt að huga að ein­stak­lings­bundn­um sótt­vörn­um, þvo hend­ur mjög vand­lega og spritta. Virðum eins metra regl­una,“ skrif­ar Jón Atli.

Hann hvet­ur kenn­ara til að auka ra­f­ræna kennslu enn frek­ar þar sem kost­ur er. Áfram verður þó lögð áhersla á að ný­nem­ar eigi kost á staðnámi þar sem það er mögu­legt. Þá hvet­ur hann alla til að nýta sér skimun Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar sem stend­ur til boða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert