Á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttarnefndar Landspítala var í dag ákveðið að færa spítalann af óvissustigi á hættustig í samræmi við viðbragðsáætlun Landspítala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala.
Kemur þar fram að upp hafi komið smit meðal starfsfólks sem kallar á sóttkví starfsfólks sem kunni að hafa áhrif á starfsemi spítalans.
Að minnsta kosti átta smit hafa greinst, annars vegar í Skaftahlíð 24 þar sem skrifstofur og kennslurými eru til húsa og hins vegar í skurðlækningaþjónustu.
Umfangsmiklar skimanir fyrir Covid-19 fara fram vegna þessa í dag og er gert ráð fyrir að ríflega 200 starfsmenn verði í úrvinnslusóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir og hluti þeirra í hefðbundinni sóttkví.
Þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir að þjónusta við sjúklinga skerðist að svo stöddu, en unnið er að endurskipulagningu þjónustuþátta til að tryggja samfellda og örugga þjónustu.
Eftirfarandi ráðstafanir taka gildi nú þegar.
Á spítalanum eru nú ríflega 200 sjúklingar í eftirliti á Covid-19-göngudeild og tveir sjúklingar liggja á spítalanum vegna Covid-19-sýkingar.