Boða til upplýsingafundar aftur í dag

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri verða á …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri verða á fundinum á eftir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og embætti land­lækn­is hafa boðað til upp­lýs­inga­fund­ar í dag klukk­an 14:00, en þar munu Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir og Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri fara yfir stöðu mála varðandi fram­gang COVID-19-far­ald­urs­ins hér á landi.

Kem­ur þessi fund­ur nú í kjöl­far þess að smit­um hef­ur fjölgað mikið á ný og hef­ur Þórólf­ur ásamt fleiri sér­fræðing­um talað um að þriðja bylgja far­ald­urs­ins sé nú haf­in. Síðasta sunnu­dag voru tvö greind smit. Á mánu­dag­inn fjölgaði þeim lítið eitt og voru þá greind sex inn­an­lands­smit. Á þriðju­dag­inn greind­ust 13 smit og á miðviku­dag­inn 19. Á fimmtu­dag­inn var tala nýrra smita inn­an­lands 21, en á föstu­dag­inn hækkaði sú tala mikið og greind­ust þá 75 með smit.

Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­vörn­um, sagði í gær að til skoðunar væri að færa viðbúnað al­manna­varna af hættu­stigi og á neyðarstig á höfuðborg­ar­svæðinu í ljósi þess fjölda smita sem greinst hafa sól­ar­hring­inn á und­an.

Þórólf­ur sagði á fund­in­um í gær að ekki væri búið að ákveða hvort eða hvernig herða ætti aðgerðir inn­an­lands í ljósi þeirra smita sem upp hafa komið síðustu daga. Sagði hann það munu ráðast næsta sól­ar­hring­inn, þannig að bú­ast má við því að til tíðinda dragi á fund­in­um á eft­ir varðandi hver til­mæli hans verði til heil­brigðisráðherra um næstu skref.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert