Grímuskylda í HR

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík.

Grímu­skyldu verður inn­an bygg­inga Há­skól­ans í Reykja­vík frá og með morg­un­deg­in­um. Þetta kem­ur fram í tölvu­pósti til nem­enda sem send­ur var í dag. Nem­end­um og starfs­fólki verður skylt að bera grímu í skóla­stof­um, les- og vinnu­rým­um og öðrum sam­eig­in­leg­um rým­um.

Í póst­in­um seg­ir að ákveðið hafi verið að grípa til ráðstaf­ana vegna fjölg­un­ar smita í sam­fé­lag­inu und­an­farna daga. Sex nem­end­ur við Há­skól­ann í Reykja­vík, hið minnsta, hafa greinst með kór­ónu­veiruna und­an­farna daga.

Sams kon­ar regl­ur hafa ekki verið sett­ar í Há­skóla Íslands, en í orðsend­ingu Jóns Atla Bene­dikts­son­ar rektors HÍ til nem­enda fyrr í dag hvet­ur hann nem­end­ur, kenn­ara og starfs­fólk þó til að nota grímu í bygg­ing­um skól­ans, sér­stak­lega þegar ekki er hægt að fylgja regl­um um fjar­lægðarmörk. Þá greindi hann frá því að grím­um yrði dreift í bygg­ing­um skól­ans í byrj­un viku.

Íslensk erfðagrein­ing hef­ur boðið há­skóla­nem­um í skimun þeim að kostnaðarlausu og eru nem­end­ur hvatt­ir til að nýta sér hana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert