Grímuskylda í MR

Nemendum og starfsmönnum Menntaskólans í Reykjavík verður gert að bera …
Nemendum og starfsmönnum Menntaskólans í Reykjavík verður gert að bera grímu frá og með morgundeginum. mbl.is/Styrmir Kári

Nem­end­um, kenn­ur­um og öðrum starfs­mönn­um Mennta­skól­ans í Reykja­vík verður gert að vera með grímu frá og með morg­un­deg­in­um. Skól­inn mun út­vega grím­ur. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Elísa­betu Siemsen, rektor MR, á vefsíðu skól­ans.

Skóla­hald verður áfram með óbreyttu sniði, þ.e. helm­ing­ur bekkja verður heima og hinn helm­ing­ur­inn í skól­an­um. Þeir sem treysta sér ekki til að mæta í skól­ann hafa val um að stunda ein­ung­is fjar­nám.

Þá verður mötu­neyti skól­ans, Kakólandi, lokað tíma­bundið.

„Ekki gleyma því að okk­ur hef­ur tek­ist að standa þetta af okk­ur hingað til og með sam­vinnu allra tekst okk­ur von­andi að kom­ast hjá smiti meðal nem­enda og starfs­manna,“ skrif­ar Elísa­bet.

Grímu­skyldu hef­ur einnig verið komið á í Há­skól­an­um í Reykja­vík og þá hef­ur Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, hvatt nem­end­ur og starfs­menn til að vera með grím­ur í bygg­ing­um skól­ans, þó að það sé ekki skylda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert