Hælið í nýju hlutverki

María Pálsdóttir lét draum sinn rætast og opnaði safn og …
María Pálsdóttir lét draum sinn rætast og opnaði safn og kaffihús á æskuslóðum sínum í Eyjafirði. Hún tekur á móti gestum í gömlum hjúkrunarkonubúningi. mbl.is/Ásdís

Ég er héðan frá Reyk­hús­um sem er bær­inn hér utan í þorp­inu,“ seg­ir María Páls­dótt­ir, leik­kona, leiðsögumaður, kenn­ari og eig­andi Hæl­is­ins við Krist­nesspít­ala. Í húsi sem áður hýsti starfs­fólk berkla­hæl­is­ins er nú rekið berkla­safn og afar nota­legt kaffi­hús með heima­bökuðum kök­um og pört­um með reykt­um laxi.

„Ég fékk þessa sturluðu hug­mynd þegar ég var í heim­sókn hjá mömmu og pabba árið 2015. Ég gekk hér um æsku­stöðvarn­ar þar sem ég lék mér sem barn. Þegar ég var að al­ast upp var hér ótrú­lega fal­legt og öllu svo vel við haldið,“ seg­ir María en svo með breyttu eign­ar­haldi fór þorpið, eða húsa­kost­ur þess, að dala all­veru­lega.

Hælið við Kristnesspítala er bæði berklasafn og kaffihús og tilvalið …
Hælið við Krist­nesspít­ala er bæði berkla­safn og kaffi­hús og til­valið að rölta fyrst um safnið og fá sér síðan kaffi og kræs­ing­ar hjá Maríu. mbl.is/Á​sdís

„Það var skellt í lás í þessu húsi fyr­ir tíu árum og allt fór svo­lítið að láta á sjá. Álman þar sem sýn­ing­in er nú var eitt sinn heima­vist ungu ein­hleypu starfs­stúlkn­anna og hér voru par­tí­in. Sú álma fyllt­ist svo af bú­slóðum. Ég fór eitt­hvað að hugsa af hverju ein­hver gerði ekki eitt­hvað fyr­ir þetta þorp, þessi hús? Þá laust niður í koll­inn: „Af hverju geri ég það ekki bara sjálf!““ seg­ir María og ákvað að láta verk­in tala.

Maríu tókst svo að safna nóg til þess að stand­setja kaffi­húsið og safnið en þar eru sagðar sög­ur af missi, sorg, ein­angr­un og ör­vænt­ingu en ekki síður von, æðru­leysi, lífsþorsta og róm­an­tík. 

Hrúgað í stof­urn­ar

„Hér á Ak­ur­eyri var verið að höggva fólk við berkl­um. Það var hrika­leg aðgerð. Þetta var neyðarúr­ræði; þá var skorið í bakið, í staðdeyf­ingu, kjötið skrapað af bein­un­um, og tvö og upp í níu rif­bein klippt úr til að leggja lungað sam­an end­an­lega og þá náði berkla­sárið að gróa. Svona voru marg­ir höggn­ir og lögðust svo inn á Krist­nes,“ seg­ir hún og upp­lýs­ir blaðamann að berkla­hælið Krist­nes hafi verið opnað árið 1927 en Víf­ilsstaðir árið 1910.

Fróðlegt er að ganga um safnið, skoða herbergi, myndir og …
Fróðlegt er að ganga um safnið, skoða her­bergi, mynd­ir og muni. mbl.is/Á​sdís

„Ástandið var hrika­legt og vantaði hæli og því var þetta opnað með pláss fyr­ir fimm­tíu og það fyllt­ist strax, en mest voru átta­tíu sjúk­ling­ar hér. Þá var hrúgað í stof­urn­ar. Árið 1950 komu lyf­in og þá var þetta ekki jafn­mik­ill dauðadóm­ur,“ seg­ir hún og seg­ist hafa fengið mik­inn stuðning úr sam­fé­lag­inu við gerð safns­ins. Bæði voru sveit­ung­ar, vin­ir og vanda­menn dug­leg­ir að gefa vinnu sína og einnig streymdu sög­ur, mynd­ir og mun­ir frá fólki.

„Fólk er enn að senda mér alls kyns hluti og bréf því það er svo ánægt að finna þessu stað,“ seg­ir María og ákvað að opna einnig kaffi­hús og er Hælið opið all­ar helg­ar frá tvö til sex. Til­valið er að rölta um safnið og setj­ast svo niður yfir kaffi og kökusneið.

Hjónabandssæla með rjóma svíkur ekki!
Hjóna­bands­sæla með rjóma svík­ur ekki! mbl.is/Á​sdís

„Hjóna­bands­sæl­an er æðis­leg og svo er ég með heims­ins bestu parta og rúg­brauð sem tengda­móðir mín ger­ir; skúffu­köku, apríkósu­köku og vöffl­ur.“

Flug­ur á vegg

Fleira er á prjón­un­um hjá Maríu því henni tókst að sam­eina leik­list­ar­ástríðuna við safnið sitt. Leik­ritið Tær­ing var frum­sýnt 19. sept­em­ber og verður sýnt í allt haust.

 „Við vor­um að frum­sýna sviðslista­verkið Tær­ingu í leik­stjórn Völu Ómars­dótt­ur. Þetta er magnað verk þar sem leikn­um sen­um er blandað við hljóðverk og víd­eó­verk. Allt unnið upp úr og inn­blásið af sögu berkl­anna. Gest­ir mega bara vera tíu í senn og eru þeir leidd­ir um Hælið, í gegn­um verkið. Það verða tvær sýn­ing­ar á dag, fimmtu­daga, föstu­daga og laug­ar­daga. Þetta verður dá­sam­legt,“ seg­ir María sem er fram­leiðandi verks­ins.

„Áhorf­end­ur sitja ekki, held­ur eru eins og flug­ur á vegg.“

Víða á safninu má sjá gamlar ljósmyndir. Hér stilla starfsstúlkur …
Víða á safn­inu má sjá gaml­ar ljós­mynd­ir. Hér stilla starfs­stúlk­ur sér upp fyr­ir ljós­mynd­ar­ann, en safnið er ein­mitt í álmu sem eitt sinn hýsti starfs­stúlk­ur. mbl.is/Á​sdís

Ítar­legra viðtal er að finna í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 





Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert