Lægð á leiðinni með vætu og hvassviðri

Veðurspáin í dag er ekkert voðalega spennandi. Veðurstofan gerir ráð …
Veðurspáin í dag er ekkert voðalega spennandi. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan lægð með hvassviðri og vætu. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Ört dýpk­andi lægð nálg­ast nú landið úr suðvestri með til­heyr­andi vætu og hvassviðri. Í dag mun ganga í suðvest­an- og vestanátt 13-20 m/​s og bæt­ir svo í úr­komu. Þetta kem­ur fram í spá Veður­stof­unn­ar.

Lægðin fer norðaust­ur fyr­ir land í kvöld og mun þá draga úr vindi og úr­komu, en hvessa aust­an­til á land­inu. Þá mun úr­kom­an breyt­ast í snjó­komu á fjall­veg­um um landið norðan­vert. Spáð er 4 til 12 stiga hita, en að það kólni með kvöld­inu.

Á morg­un má gera ráð fyr­ir ró­legra veðri, suðvest­lægri eða breyti­legri átt 5-13 m/​s og skúr­um, en sums staðar élj­um eða slydduélj­um norðan­lands.

Seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings að það verði svalt miðað við árs­tíma og hiti á bil­inu 1 til 8 stig, hlýj­ast syðst á land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert