Lokun skemmtistaða framlengd um viku

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun leggja til við heilbrigðisráðherra að krár og skemmtistaðir á höfuðborgarsvæðinu verði lokuð í viku til viðbótar, eða út sunnudag 27. september. Þetta sagði Þórólfur á blaðamannafundi almannavarna í dag.

Þessir staðir hafa verið lokaðir frá fimmtudegi til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, en núgildandi reglugerð gildir út morgundaginn, mánudag 21. september. Að öðru leyti telur Þórólfur ekki tilefni til að grípa til harðari aðgerða að svo stöddu.

38 greindust með kórónuveiruna innnanlands í gær, þar af 33 á höfuðborgarsvæðinu. Rúmur helmingur þeirra var í sóttkví við greiningu. Aldursbil þeirra smituðu var breitt, frá 2-68 ára, en meðalaldur hinna smituðu er um 35 ár. Fram kom í máli Þórólfs að smitrakning gengi vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka