Lokun skemmtistaða framlengd um viku

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir mun leggja til við heil­brigðisráðherra að krár og skemmti­staðir á höfuðborg­ar­svæðinu verði lokuð í viku til viðbót­ar, eða út sunnu­dag 27. sept­em­ber. Þetta sagði Þórólf­ur á blaðamanna­fundi al­manna­varna í dag.

Þess­ir staðir hafa verið lokaðir frá fimmtu­degi til að hefta út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar, en nú­gild­andi reglu­gerð gild­ir út morg­undag­inn, mánu­dag 21. sept­em­ber. Að öðru leyti tel­ur Þórólf­ur ekki til­efni til að grípa til harðari aðgerða að svo stöddu.

38 greind­ust með kór­ónu­veiruna innn­an­lands í gær, þar af 33 á höfuðborg­ar­svæðinu. Rúm­ur helm­ing­ur þeirra var í sótt­kví við grein­ingu. Ald­urs­bil þeirra smituðu var breitt, frá 2-68 ára, en meðal­ald­ur hinna smituðu er um 35 ár. Fram kom í máli Þórólfs að smitrakn­ing gengi vel.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert