Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fóru yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19-faraldursins hér á landi á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis í dag.
38 innanlandssmit greindust í dag, en þau voru 75 í gær. Lagði Þórólfur til að lokun skemmtistaða yrði framlengd um viku, en flest smit tengjast skemmtistöðum og krám.
Hægt er að horfa á upptöku fundarins hér að neðan.