Víðir kominn í sóttkví

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, verður ekki viðstaddur á fundinum …
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, verður ekki viðstaddur á fundinum í dag þar sem hann er kominn í sóttkví. Ljósmynd/Lögreglan

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra er kom­inn í sótt­kví, þar sem hann var í sam­skipt­um við smitaðan ein­stak­ling fyrr í vik­unni. Verður hann því ekki viðstadd­ur á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna sem hefst klukk­an 14 í dag. Þetta staðfest­ir Jó­hann K. Jó­hanns­son, sam­skipta­stjóri al­manna­varna.

Í hans stað mæt­ir Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri og fer hún yfir gang mála með Þórólfi Guðna­syni sótt­varn­ar­lækni.

Eng­ir aðrir starfs­menn al­manna­varna voru send­ir í sótt­kví í kjöl­far þessa en Jó­hann tek­ur fram að starfs­menn leggi ríka áherslu á smit­varn­ir í sín­um störf­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert