„Átján ára barátta og niðurstaðan er þessi“

Hjúkrunarfræðingar að störfum. Úr safni.
Hjúkrunarfræðingar að störfum. Úr safni. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

„Við urðum fyr­ir mikl­um von­brigðum og þessi aðal­fund­ur staðfest­ir það að all­ir hjúkr­un­ar­fræðing­arn­ir eru sam­mála um þetta,“ seg­ir Guðbjörg Páls­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga.

Aðal­fund­ur Fé­lags hjúkr­un­ar­fræðinga fór fram í gær og lýs­ir í álykt­un yfir von­brigðum með niður­stöðu gerðardóms frá 1. sept­em­ber síðastliðnum, og tel­ur að niðurstaðan sé fjarri því að bæta launa­setn­ingu hjúkr­un­ar­fræðinga til hækk­un­ar í sam­ræmi við ábyrgð þeirra. 

Dóm­ur­inn úr­sk­urðaði að ríkið skuli leggja Land­spít­al­an­um til aukna fjár­muni sem ráðstafa á til að bæta kjör hjúkr­un­ar­fræðinga á grund­velli stofn­ana­samn­ings, alls 900 millj­ón­ir króna á ári frá sept­em­ber þessa árs til loka gild­is­tíma kjara­samn­ings aðila.

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir hjúkrunarfræðinga óánægða með …
Guðbjörg Páls­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, seg­ir hjúkr­un­ar­fræðinga óánægða með úr­sk­urð gerðardóms. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heil­brigðis­stofn­un­um sín­um sem hafa al­menna hjúkr­un­ar­fræðinga í þjón­ustu sinni til aukna fjár­muni sem skal ráðstafað á grund­velli stofn­ana­samn­ings.

„Eft­ir 18 ára bar­áttu er niðurstaðan þessi,“ seg­ir Guðbjörg. 

Seg­ir í yf­ir­lýs­ingu fé­lags­ins að aðal­fund­ur FÍH krefj­ist þess að hjúkr­un­ar­fræðing­ar fái laun í sam­ræmi við mennt­un, ábyrgð í starfi og fram­lag þeirra til heil­brigðisþjón­ustu. Ný­fall­inn úr­sk­urður gerðardóms bæti ekki þar úr en góð laun hjúkr­un­ar­fræðinga bæti sam­keppn­is­hæfni ís­lensks heil­brigðis­kerf­is um starfs­krafta hjúkr­un­ar­fræðinga verði auðveld­ari.

„Íslensk­ar stofn­an­ir verða þannig bet­ur í stakk bún­ar til þess að tak­ast á við fyr­ir­sjá­an­lega aukn­ingu á þörf fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu á kom­andi árum,“ seg­ir í loka­orðum yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert