Hætta á kynfæralimlestingu ekki könnuð

Egypsku börnin sem enn er fyrirhugað að send verði úr …
Egypsku börnin sem enn er fyrirhugað að send verði úr landi. Ljósmynd/Sema Erla Serdar

Í máli egypsku Khedr fjöl­skyld­unn­ar sem senda átti úr landi í síðustu viku var ekki kannað hvort móðir og dótt­ir væru í sér­stak­lega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyr­ir kyn­færalim­lest­ingu. Þrátt fyr­ir það var í máli nr. 2018-02751, sem varðar aðra egypska fjöl­skyldu og tek­in var ákvörðun um í fyrra, fjallað ít­ar­lega um það hversu al­geng­ar kyn­færalim­lest­ing­ar eru í Egyptalandi. Sú fjöl­skylda fékk hæli hér á landi. Þetta seg­ir lögmaður Khedr fjöl­skyld­unn­ar. 

„Það er því ekki ein­ung­is að Útlend­inga­stofn­un hafi átt að þekkja þessi atriði út frá landa­upp­lýs­ing­um held­ur ligg­ur fyr­ir að Útlend­inga­stofn­un bjó í raun yfir þekk­ingu hvað þetta varðar og beitti í öðru máli ör­fá­um mánuðum áður,“ seg­ir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjöl­skyld­unn­ar, sem tel­ur að stjórn­völd­um hafi láðst að fram­kvæma sjálf­stætt og heild­stætt mat á hags­mun­um egypsku Khedr-barn­anna sem eru fjög­ur tals­ins. 

„Varðandi stúlk­una í fjöl­skyld­unni þá var hún 10 ára göm­ul þegar um­sókn um hæli var lögð fram. Þá var tekið viðtal við hana. Útlend­inga­stofn­un átti með hliðsjón af rann­sókn­ar­reglu og enn frem­ur út­færslu á henni í 25. gr. laga um út­lend­inga að kanna þetta atriði sér­tak­lega enda orðið "kyn­færalim­lest­ing" sér­stak­lega nefnt í ákvæðinu.“
Frá mótmælum vegna fyrirhugaðrar brottvísunar í síðustu viku.
Frá mót­mæl­um vegna fyr­ir­hugaðrar brott­vís­un­ar í síðustu viku. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Stefna lögð fram í dag

Spurður hvort Ísland ætti þá að taka á móti öll­um egypsk­um kon­um og stúlk­um sem koma hingað til lands á þeim grund­velli að kyn­færalim­lest­ing­ar séu svo al­geng­ar í heimalandi þeirra seg­ir Magnús að málið snú­ist ekki um það held­ur hvort sjálf­stætt og full­nægj­andi mat hafi farið fram á hags­mun­um barn­anna. 

„Í mati á hags­mun­um barna á meðal ann­ars að taka til­lit til fé­lags­legs þroska, vel­ferðar og ör­ygg­is. Hvernig er hægt að halda því fram að slíkt mat á hags­mun­um 10 ára gam­all­ar stúlku hafi verið fram­kvæmt og sé full­nægj­andi þegar eng­in at­hug­un fór fram á því hvort stúlk­an hafi orðið fyr­ir eða eigi á hættu á að verða fyr­ir kyn­færalim­lest­ingu, kom­andi frá landi þar sem slíkt er gríðarlega al­gengt? Yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyr­ir kyn­færalim­lest­ingu.“

Fé­lags- og barna­málaráðherra sagði í sam­tali við mbl.is í síðustu viku að hon­um hafi verið tjáð að mat á því hvað væri börn­un­um fyr­ir bestu hafi farið fram.

Stefna og beiðni um flýtimeðferð var í dag lögð fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur fyr­ir hönd fjöl­skyld­unn­ar.

Frá mótmælum vegna fyrirhugaðrar brottvísunar sem hefur enn ekki farið …
Frá mót­mæl­um vegna fyr­ir­hugaðrar brott­vís­un­ar sem hef­ur enn ekki farið fram. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Aldrei rætt við næst yngsta dreng­inn

Hann bend­ir á að aldrei hafi verið rætt við næst yngsta dreng­inn í fjöl­skyld­unni sem nú er sex ára. Fjöl­skyld­an er nú í fel­um. 

„Enn frem­ur var ekki kannað hvort móðir og dótt­ir væru í sér­stak­lega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyr­ir kyn­færalim­lest­ingu. Eng­in at­hug­un fór fram á því hvort móðir og dótt­ir væru fórn­ar­lamb slíks of­beld­is eða hvort þær ættu slíkt á hættu. Útlend­inga­stofn­un tók ákvörðun í máli annarr­ar egypskr­ar fjöl­skyldu snemma árs 2019 og fjallaði þar ít­ar­lega um hversu al­geng­ar kyn­færalim­lest­ing­ar kvenna eru í Egyptalandi en sem fyrr seg­ir hafa yfir 90% kvenna þar í landi mátt þola slíkt of­beldi,“ seg­ir Magnús. 

„Ég hef fulla trú á því að mál þetta leys­ist með far­sæl­um hætti fyr­ir fjöl­skyld­una, annaðhvort fyr­ir dómi eða hjá kær­u­nefnd út­lend­inga­mála sem á enn eft­ir að taka af­stöðu til fjög­urra end­urupp­töku­beiðna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert