Hertra aðgerða ekki þörf

Borgarleikhúsið ýtti úr vör nýju leikári með frumsýningu Oleönnu um …
Borgarleikhúsið ýtti úr vör nýju leikári með frumsýningu Oleönnu um helgina. Salurinn var þó ekki fullskipaður sökum fjöldatakmarkana. mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hef­ur staðfest til­lög­ur Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is um að fram­lengja lok­un skemmti­staða og kráa á höfuðborg­ar­svæðinu til 27. sept­em­ber. Svandís staðfesti til­lög­una at­huga­semda­laust.

Á rík­is­stjórn­ar­fundi á morg­un, þriðju­dag, mun hún leggja fram minn­is­blað til upp­lýs­ing­ar fyr­ir rík­is­stjórn­ina. „Þetta er ekki af slíku um­fangi að það komi nokkr­um á óvart að við erum í raun bara að fram­lengja aðgerðir,“ seg­ir Svandís í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag.

Hún seg­ist ekki telja þörf á harðari aðgerðum sem stend­ur vegna þess hve mark­visst smitrakn­ingu og sótt­kví er beitt. „Um leið brýn­um við það fyr­ir öll­um að beita þess­um ein­stak­lings­bundnu sótt­vörn­um, þvo hend­ur og spritta, gæta að fjar­lægð, vinna í fjar­vinnu, þeir sem það geta, og reyna aðeins að draga úr manna­mót­um. Ég held að það sé verk­efnið á meðan við reyn­um að ná utan um þetta,“ seg­ir ráðherr­ann.

Borg­ar­leik­húsið frum­sýndi á föstu­dag fyrstu sýn­ingu vetr­ar­ins, leik­ritið Oleönnu, og seg­ir Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir leik­hús­stjóri að frum­sýn­ing­in hafi gengið vel. Alls voru sýnd­ar þrjár sýn­ing­ar um helg­ina en boðið var upp á grím­ur end­ur­gjalds­laust á laug­ar­dag og sunnu­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka