Hvetja starfsmenn til að gæta sóttvarna

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir á upplýsingafundi almannavarna. …
Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir á upplýsingafundi almannavarna. Hvatt er til þess að starfsmenn fyrirtækja og stofnanna gæti ýtrustu sóttvarna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sótt­varna­lækn­ir og al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hvetja starfs­menn fyr­ir­tækja og stofn­ana til þess að gæta ýtr­ustu sótt­varna næstu daga. 

Hvatt er til þess að fyr­ir­tæki og stofn­an­ir skipti upp rým­um, að þeir starfs­menn sem geta sinnt fjar­vinnu geri það og sam­eig­in­leg rými séu sótt­hreinsuð oft og vel. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um að mik­il­væg­ast sé þó að all­ir gæti að ein­stak­lings­bundn­um sótt­vörn­um, það er að starfs­menn þvoi og sótt­hreinsi hend­ur oft og tryggi að minnsta kosti eins metra fjar­lægð. 

„Mik­il reynsla hef­ur skap­ast hjá fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um síðustu mánuði þegar staða sem þessi hef­ur komið upp og þekk­ing­in er svo sann­ar­lega til staðar,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Á vef land­lækn­is og covid.is er að finna leiðbein­ing­ar um hvernig haga ber sótt­vörn­um við þess­ar aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert