Lægstlaunaðir hækkuðu mest

Lífskjarasamningar undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara.
Lífskjarasamningar undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara. mbl.is/Hari

Lægstu laun­in hafa hækkað mest í kjara­samn­ingalot­unni 2019-2020, sam­kvæmt grein­ingu á þróun grunn­launa liðlega tíu þúsund launþega inn­an vé­banda ASÍ.

Sam­kvæmt rann­sókn­inni, sem gerð var af Kjara­töl­fræðinefnd, hafa mark­mið lífs­kjara­samn­ing­anna svo­nefndu því gengið eft­ir hvað launa­kjör­in áhrær­ir.

Af gögn­un­um má ráða að hinir lægst­launuðu hafi flest­ir fengið launa­hækk­un á bil­inu 11-21%. Hækk­un fólks á hærri laun­um var al­mennt tals­vert lægri, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka