Stoðdeild ríkislögreglustjóra óskar eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Ibrahim Mahrous Ibrahim Khedr og Doaa Mohamed Mohamed Eldeib og fjórum börnum þeirra.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stoðdeild ríkislögreglustjóra.
Til stóð að stoðdeild myndi fylgja fjölskyldunni úr landi þann 16. september síðastliðinn eftir úrskurð Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi. Fjölskyldan var ekki á fyrirframákveðnum stað þar stoðdeild hugðist fylgja því úr landi. Ekki er vitað um dvalarstað fólksins.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir fjölskyldunnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið stoddeild@logreglan.is.
Brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt í síðustu viku.
Fréttin hefur verið uppfærð