Reglubundið eftirlit með fólki í sóttkví

Lögreglan fylgist með fólki í sóttkví.
Lögreglan fylgist með fólki í sóttkví. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er eft­ir­lit með fólki sem á að vera í sótt­kví, líkt og verið hef­ur frá ann­ari bylgju far­ald­urs­ins, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirs­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns. Lög­regl­an at­hug­ar hvort viss hóp­ur fólks sé í sótt­kví, sam­kvæmt list­um sem henni ber­ast dag­lega frá al­manna­vörn­um.

„Al­manna­varna­deild­in send­ir inn nöfn þeirra sem eiga að vera í sótt­kví, handa­hófs­kennt. Það koma nokk­ur nöfn á sól­ar­hring sem við skoðum, en þetta er með þeim for­merkj­um að fólk í sótt­kví er ekki í ein­angr­un og get­ur gert ým­is­legt,“ seg­ir hann og bæt­ir við að ekki sé refsi­vert að fara í bíltúr.

Lög­regl­an hef­ur einnig sinnt reglu­bundnu eft­ir­liti með veit­inga­hús­um og fylg­ist með hvort fjar­lægðar­tak­mörk­um sé fylgt og hvort smit­vörn­um sé ábóta­vant.

„Við höf­um ekki verið að spyrja fólk hvort það deili heim­ili eða hvort það sé í sótt­kví,“ seg­ir Ásgeir en bend­ir á að rekstr­araðilar hafi sjálf­ir séð um slíkt og dæmi séu um að gest­um sé vísað út, séu þeir grunaðir um að fylgja ekki sótt­varn­ar­regl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert