„Verum varkár og tökum tillit til annarra“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í vor sýnd­um við hvað í okk­ur býr, að við get­um staðið sam­an þegar á reyn­ir, okk­ur sjálf­um og sam­fé­lag­inu öllu til heilla,“ skrif­ar Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, í færslu á Face­book, þar sem hann fjall­ar um þriðju bylgju far­sótt­ar­inn­ar. 

„Í síðustu viku snar­fjölgaði smit­um á nýj­an leik. Nú sem aldrei fyrr er brýnt að hver og einn hugi að sótt­vörn­um. Mun­um að þvo okk­ur vel um hend­ur, leit­umst við að halda nægri fjar­lægð á milli fólks og fylgj­um öðrum til­mæl­um yf­ir­valda. Bestu sótt­varn­irn­ar byrja hjá okk­ur sjálf­um. Í vor sýnd­um við hvað í okk­ur býr, að við get­um staðið sam­an þegar á reyn­ir, okk­ur sjálf­um og sam­fé­lag­inu öllu til heilla. Við skul­um reyna að halda okk­ar dag­lega lífi í venju­leg­um skorðum eft­ir því sem tök eru á, sækja manna­mót eins og heim­ilt er. Ver­um samt var­kár og tök­um til­lit til annarra,“ skrif­ar for­set­inn. 

Hann seg­ir enn­frem­ur, að í nýrri viku ber­ist uggvæn­leg­ar fregn­ir af fjölg­un veiru­smita með öllu sem því fylgi, fjölda fólks í sótt­kví og alls kyns raski í sam­fé­lag­inu.

„Í ýms­um skól­um og víðar er grímu­skylda nú við lýði. Nú er líka beðið um sér­hæft lið í bakv­arðasveit­ir rétt eins og í vor. Þá sýnd­um við þann sam­taka­mátt sem reynd­ist svo vel. Enn vinna stjórn­völd fram­ar öllu að því sinna frum­skyldu sinni, að tryggja líf og heilsu lands­manna. Ég leyfi mér að end­ur­taka að sam­an get­um við öll orðið að liði með því að huga að eig­in sótt­vörn­um,“ skrif­ar Guðni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert