Áhyggjuefni að flugið leggst af

Flugfélagið Ernir var áður með áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Eyja. …
Flugfélagið Ernir var áður með áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Eyja. Flugleiðin hefur nú lagst af þar sem hún var ekki sjálfbær. Ljósmynd/Ernir

„Það er auðvitað áhyggjuefni að geta ekki gengið að því að vera með fastar flugferðir til og frá Vestmannaeyjum,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, um þá ákvörðun flugfélagsins Ernis að hætta flugi til og frá Vestmannaeyjum.

Félagið flaug sína síðustu áætlunarferð til Eyja fyrr í septembermánuði. Ástæðan þar að baki er sú að flugleiðin bar sig ekki og var því ekki sjálfbær.

Að sögn Díönu þurfa heilbrigðisstofnanir nú að treysta á þjónustu Herjólfs. Áður gátu umræddar stofnanir sent sýni eða blóð með flugi til og frá Eyjum. „Þetta er auðvitað mjög mikið ferðalag ef þú hefur ekki flugið. Fólk sem ætlar að sækja þjónustu í bænum verður jafnframt að taka bátinn. Við höfum verið að nota flugið til að senda sýni og neyðarblóð. Þetta er því áhyggjuefni,“ segir Díana en í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag tekur hún fram að vandamálið sé ekki bundið við Vestmannaeyjar. Þannig búi fjöldi bæjarfélaga við sambærilegar aðstæður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert