Allir flokkar í samstarf á Akureyri

Blaðamannafundur stendur yfir í Hofi.
Blaðamannafundur stendur yfir í Hofi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

All­ir flokk­ar í bæj­ar­stjórn Ak­ur­eyr­ar hafa komið sér sam­an um að starfa sam­an að stjórn bæj­ar­fé­lags­ins það sem eft­ir lif­ir kjör­tíma­bils­ins. Þetta kom fram á blaðamanna­fundi odd­vita flokk­anna í há­deg­inu. 

Sam­fylk­ing­in, L-listi og Fram­sókn­ar­flokk­ur hafa myndað meiri­hluta á Ak­ur­eyr­i frá síðustu kosn­ing­um, en flokk­arn­ir hafa hver um sig tvo bæj­ar­full­trúa; sam­an­lagt sex af ell­efu. Í minni­hluta hafa verið full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, þrír tals­ins, og full­trúi Vinstri grænna og Miðflokks­ins.

Mark­miðið með sam­starf­inu er að sögn að mynda breiða sam­stöðu vegna sér­stakra aðstæðna í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins, sem hef­ur verið þung­ur að und­an­förnu. Staðan sem blas­ir við sveit­ar­fé­lag­inu sé óþekkt og óhjá­kvæmi­legt að grípa til hagræðing­ar í rekstri sam­hliða lán­töku til fram­kvæmda.

Flokk­arn­ir þrír, sem áður voru í minni­hluta, taka við for­mennsku í skipu­lags­ráði og frí­stundaráði bæj­ar­ins, auk for­mennsku í stjórn­um Menn­ing­ar­fé­lags Ak­ur­eyr­ar, Vist­orku og Fall­orku.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert