Breytingar á meirihlutasamstarfi á Akureyri

Fulltrúar L-lista, Samfylkingar og Framsóknar eftir undirritun samstarfssáttmála að loknum …
Fulltrúar L-lista, Samfylkingar og Framsóknar eftir undirritun samstarfssáttmála að loknum kosningum árið 2018. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hofi á Akureyri klukkan 12 þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum, sem send var fjölmiðlum fyrir stundu, en ekki kemur fram hvaða breytinga er að vænta.

Vikublaðið segist hafa heimildir fyrir því að mynduð verði svokölluð „þjóðstjórn“ þar sem allir flokkar komi að borðinu vegna slæms reksturs bæjarins.Hvorki hefur náðst í oddvita bæjarstjórnarflokkanna né Ásthildi vegna málsins.

Samfylkingin, L-listi og Framsóknarflokkur mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar eftir síðustu kosningar, en flokkarnir hafa hver um sig tvo bæjarfulltrúa; samanlagt sex af ellefu. Var Ásthildur Sturludóttir í kjölfarið ráðin í embætti bæjarstjóra.

Auk fyrrnefndra flokka er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá bæjarfulltrúa en Vinstri græn og Miðflokkurinn hvor með sinn fulltrúann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert